tisa: Undur

föstudagur, mars 13, 2009

Undur

Alein heima með úfið hár.
Er búin að horfa á þrjár E True Hollywood Story þætti núna.
Seinfeld sagan.
The Cosby Kids sagan.
Friends sagan.
Heillandi allt saman.

Ég hefði kannski átt að nýta tímann í að lesa ótrúlega leiðinlegu kjörbókina mína.
Íslenskar bókmenntir heilla mig ekki.
Og mér finnst Laxness leiðinlegur.
Ég held samt að það sé bannað að hafa þá skoðun.

Ég ætla að eyða helginni í vinnunni.
Ég ætlaði að byrja að vinna á undarlegum veitingastað.
Ég fór í undarlegt atvinnuviðtal þar sem var spurð undarlegra spurninga á undarlegri ensku af undarlegum manni.
Maðurinn virtist frekar undrandi þegar ég afþakkaði svo starfið.

Þannig ég ætla að halda mig í einni vinnu.
Sjoppudama af lífi og sál.
Eða svona smá.
Er ekki alveg viss hvort það sé mín köllun í lífinu.

Ástralía kallar á ný og ég þarf að fara að spara fyrir næstu ferð.
Kemst kannski eftir ár.
Ef ég ætla að vera sjoppudama þá vil ég allavega vera sjoppudama á meira spennandi stað en Garðabænum.
Garðabærinn er ekki alveg nógu famandi fyrir minn smekk.

En í augnablikinu er ég ánægð í kotinu mínu í Grafarvogi.

Fór meira að segja í gönguferð um voginn.
Það var eftir að ég var búin að horfa á 20 Sexiest Pop Stars í sjónvarpinu.
Ég ákvað ég væri ógeðsleg og svo drullaði ég mér út í göngutúr.

Ég verð að hætta að horfa á E! Channel.





tisa at 17:26

0 comments